Karellen
news

Jólagjöf fyrir pabba

09. 12. 2021

Rakst á þennan tölvupóst og langaði að deila með ykkur

Sælar mömmur í Berjahóp (pabbar mega ekki lesa þennan póst)

Í dag lásum við bók sem bókaormur vikunnar kom með og heitir Hvernig gleðja á pabba. Skemmtileg bók og í kjölfarið ræddum við um hvað gæti verið gaman fyrir pabba þeirra að fá í jólagjöf.

Mér datt í hug að það væri gott fyrir ykkur að fá jólagjafalistann ef ykkur dettur ekkert í hug fyrir bóndann.

Hamar

Byssa

Sverð

Skikkja sem gerir mann ósýnilegan

Skikkja með svona hettu á svo maður geti veitt úlfa

power rangers kall

Annars bara góður dagur og við á fullu í allskonar jóladúlli.

Góða helgi, Árdís

© 2016 - 2022 Karellen