Karellen

Saga skólans

Leikskólinn Lundaból hóf starfsemi þann 15. október 1992.Áður hafði verið starfræktur gæsluvöllurinn Vörðuvöllur. Fyrstu tvö árin var starfrækt ein deild með 36 börnum. Sumarið 1994 hófust framkvæmdir við nýja deild sem var tekin í notkun í október sama ár og þriðja deildin var tekin í notkun í janúar árið 2000. Núna í ár var elsta deildin endurbyggð og tekin í notkun í febrúar, það var mikill happafengur bæði fyrir börn og starfsfólk. Nýja deildin er vel skipulögð og hentar vel undir þá starfsemi sem fer þar fram. Í kjölfarið var farið í framkvæmdir á næstelstu deildinni líka og var þar skipt út baðinnréttingu og skiptiaðstöðu ásamt því var settur hiti í gólfið og keypt ný húsgögn.

Í Lundabóli eru starfandi þrjár leikskóladeildir Laufið, Lyngið og Lerkið. Þar dvelja 63 börn samtímis á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Leikskólinn er opinn frá kl. 07:30 - 17:00 og geta foreldrar valið um mislangan dvalartíma. Leikskólinn er opinn allt árið og geta foreldrar valið hvenær barnið fer í sumarleyfi en miðað er við 4 vikur yfir sumarið.

Hlutverk:

  • að annast uppeldi barna í samvinnu við foreldra þeirra.
  • að veita börnum umhyggju, hlýju, öryggi og stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði
  • að leggja áherslu á heildarsýn er varðar örvun allra þroskaþátta.
  • Leikskólinn er fyrsta skólastig barna og lögð er áhersla á að undirbúa þau fyrir áframhaldandi skólagöngu.

Uppeldislegar áherslur Gæðastefna leikskólans er :

  • að stuðla að jákvæðum samskiptum barna og fullorðinna.
  • að börnin sýni öðrum umburðalyndi og temji sér sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • að þau læri að umgangast aðra og umhverfi sitt með virðingu.
  • að leggja áherslu á samskipti og vinnubrögð þar sembörnin læra lýðræði í gegnum jákvæðan aga.

Einkunnaorð leikskólans Gildin okkar

Gleði- Við veljum að vera jákvæð í okkar daglegu samskiptum og hafa húmor fyrir sjálfum okkur og öðrum. Við trúum því að vinnustaður með góðum anda auki vellíðan og sköpunargleði. Hollusta, heilbrigði og rétt viðhorf eykur á gleðina.

Virðing- Við erum fagmenn á okkar sviði og beitum rökum til að styðja við skoðanir okkar og virðum skoðanir annarra. Við notum gagnrýni á uppbyggjandi hátt. Við berum virðingu fyrir starfi okkar erum stundvís, metnaðarfull og iðkum fagmennsku.

Samvinna- Góð samvinna byggir á heiðarleika, jákvæðni og trausti. Við hugsum í lausnum og tökum höndum saman um að veita framúrskarandi þjónustu við börn og foreldra þeirra.

H

© 2016 - 2024 Karellen