Karellen

Foreldrasamstarf

Við leggjum metnað okkar í að foreldrum finnist þeir ávallt velkomnir í leikskólann. Það gerum við m.a. með því að setja upp ákveðna dagskrá þar sem við bjóðum foreldrum að koma og eiga ánægjulegar samverustundir með börnum sínum í leikskólanum:

September. Á haustin erum við með sérstakan fund fyrir foreldra þar sem farið er yfir dagskrá vetrarins og starfsemi leikskólans, sem og fróðleikur fyrir foreldra af ýmsum toga. Á þessum fundum hitta foreldrar deildastjóra, starfsfólk deildarinnar og aðra foreldra.

Nóvember. Foreldrum boðið í foreldrasamtöl þar sem foreldrar hitta hópstjóra barnsins og farið er yfir líðan, námsframvindu og samskipti.

Desember. Foreldrafélag Lundabóls býður foreldrum í aðventukaffi í byrjun desember og eru börnin þátttakendur í því með því að vera búin að baka fyrir foreldra sína. Börn og foreldrar eiga þá notalega stund saman í leikskólanum yfir piparkökum málun og heitu súkkulaði.

Febrúar/Mars. Annað samtal við foreldra þar sem þeir hitta kennara og eða deildarstjóra barnsins. Hægt er að óska eftir auka viðtölum hvenær sem er yfir veturinn.

Maí. Sveitaferð. Foreldrafélagið býður öllum bæði börnum og foreldrum í heimsókn í sveitina og tökum við langferðabíl öll saman. Við förum á virkum degi annað hvert ár. Næsta sveitaferð verður vorið 2026

Maí. Útskrift elstu barna leikskólans fer fram við hátíðlega athöfn í sal á vegum bæjarins að Garðatorgi 7 og fjölskyldum þeirra boðið í kaffi og kökur.

Júní. Sumarhátíð leikskólans er á hverju ári og er í boði foreldrafélagsins. Á sama tíma geta börn sem flytjast á milli deilda boðið fólkinu sínu að skoða nýju deildina og þar tekur deildarstjóri á móti foreldrum og börnum.

Við leggjum metnað okkar í að auglýsa allar uppákomur vel bæði með tölvupósti og með því að hengja auglýsingar upp í fataklefum og á heimasíðu leikskólans.


© 2016 - 2025 Karellen