Foreldrakönnun 2023 niðurstöður
01. 06. 2023
Niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins
Frábærar niðurstöður og Lundaból er að skora vel yfir landsmeðaltali í mjög mörgum liðum
Niðurstöður sem eru 1,5 yfir landsmeðaltali eru marktækar sem mikill munur og náum við því í mörgum liðunum, eins og :
- Ánægja foreldra með leikskólann 9,6 * yfir landsmeðaltali
- Ánægja foreldra með stjórnum 8,4 * yfir landsmeðaltali
- Ánægja barnsins með leikskólann 6,8 yfir landsmeðaltali
- Ánægja með húsnæði og aðstöðu 9,7 * yfir landsmeðaltali
- Upplýsingamiðlun 13, 1 yfir landsmeðaltali
- Þekking á stefnu og námskrá leikskólans 12,0 * yfir landsmeðaltali
- Tengsl við starfsfólk 4,4 yfir landsmeðaltali
Það sem við þurfum að skoða betur og vinna með eru
- Flutningur barna á milli deilda og aðkomu foreldra að þeirri athöfn
- Við þurfum að skoða hollustu í mataræði og gera kannski aðra könnun- vantar meira grænmeti, prótein eða erum við að nota of mikinn sykur
- Heimasíðan fékk falleinkunn en upplýsingar heim í tölvupósti mjög góðar.
Kærar þakkir fyrir ykkar svör kæru foreldrar
foreldrakönnun skólapúlsins 2023.pdf
