Karellen
news

Danskir leikskólakennarar í heimsókn

28. 04. 2022

Um daginn fengum við 40 danska kennara í heimsókn til okkar í Garðabæ, við skiptum þeim í fjóra hópa og þeir heimsóttu leikskólann Akra, Krikjuból, Hæðarból og auðvitað Lundaból.

Þeir fengu kynningu á leikskólunum og gengu um og kynntu sér vinnubrögð ,hefðir og leikefni barnanna.

Eftir hádegisverð í Mathúsinu buðum við þeim í Sveinatungu á Garðatorgi og sögðum frá menntakerfinu á íslandi, áherslum bæjarins í menntamálum og umhverfisverkefnum. að lokum fengu þau að heyra hvað við í Lundabóli höfum verið að vinna á undanförnum árum varðandi sjálfbærni en við unnum verkefni með Erasmus styrk til að innleiða sjálfbærni í leikskólastarfinu.

Frábær heimsókn með virkilega skemmtilegum og áhugasömum gestum

© 2016 - 2022 Karellen