Karellen
news

Heimsókn í fimleikasalinn

14. 02. 2021

Loksins kom að því að við fengum að fara aftur í fimleikasalinn. Það var mikil spenna fyrir ferðinni bæði hjá börnum og kennurum. Ferðin gekk ótrúlega vel og allir voru duglegir og sjálfbjarga í búingsklefanum þrátt fyrir að margir væru að fara í fyrsta sinn. Börnin stóðu sig frábærlega vel í salnum, voru hugrökk og prófuðu flest allt sem salurinn hefur upp á að bjóða og fylgdu fyrirmælum kennara og reglunum í salnum í hvívetna. Það er klárt að við förum aftur við fyrsta tækifæri og vonumst til að Covid verði ekki til að stoppa okkur.

© 2016 - 2023 Karellen