news

Viðbragðsáætlun Lundabóls

12. 03. 2020

Viðbragð við COVID 19

Handþvottur

 • Börnin þvo sér oftar um hendur og fá kennslu í skilvirkum handþvott. Nota pappírsþurrkur í stað handklæða. Yngri börnin eru með þvottastykki fyrir andlit og þurrkur fyrir hendur. Almennt eru börnin ekki að nota spritt.
 • Starfsfólk passar handþvott og notar spritt og/eða einnota hanska við meðferð matvæla
 • Foreldrar spritta sig þegar þeir koma í fataherbergin

Sótthreinsun og auka þrif

 • Starfsfólk sótthreinsar 2 á dag snertifleti, borð, hurðahúna, krana og fleira, ásamt því að skoða hvernig hægt sé að þrífa leikefni betur og oftar.
 • Starfsfólk skammtar börnum á diska og notar hanska ef við á

Annað

 • Foreldrar verða að meta það sjálfir hvort og hvernig þeir nota leikskólann eftir því sem útbreiðsla veirunnar verður meiri. Viðkvæmir einstaklingar þurfa öflugri vernd og þá getur verið gott að halda þeim heima.
 • Við ætlum að bíða með strætóferðir, heimsóknir í grunnskóla og íþróttahús næstu vikur og fara frekar bara í ævintýraferðir hérna í nágrenni leikskólans
 • Allir ónauðsynlegir fundir útí bæ verða lagðir af

Skerðing á þjónustu

 • Reiknað er með minni forföllum barna samhliða forföllum starfsfólks
 • Ef vísa þarf börnum frá þá gerum við það eftir aldri, byrjum á yngstu börnunum, og farið verður eftir starfrófsröð Lyngið, Laufið og Lerkið, endurtekið.
 • Foreldrar fá póst eins fljótt og hægt er, um skerðingu á þjónustu
 • Reynt er að halda út grunnstarfsemi eins lengi og hægt er, með grunnstarfsemi er átt við matartíma, hvíld, útivera, frjáls leikur ásamt daglegri umönnun

Ekkert hefur verið rætt um samkomubann eða lokun leikskólans

viðbragsáætlun inflúensa lundaból 1.9.09 gamalt.pdf

© 2016 - 2020 Karellen