Karellen

Börnin eiga sinn stað í fataherberginu. Í hólfi barnsins er plastkassi fyrir aukaföt og í honum á að vera:

  • Nærföt
  • Sokkar/sokkabuxur
  • Peysa/buxur

Á mánudögum er komið með allan fatnað fyrir vikuna, hólfin eru tæmd á föstudögum. Athugið að leikskólataskan er ekki geymd í leikskólanum.

Barnið þarf að hafa í leikskólanum eftir árstíma:

  • Pollagalli/vindgalli/snjógalli
  • Stígvél/kuldaskór/strigaskór
  • Húfu, lambhúshetta/buff/derhúfu
  • Ullarvettlinga/vatnsheldir vettlingar
  • Hlý peysa/buxur/sokkar

Hafa ber í huga að leikskólinn er vinnustaður barnanna og þess vegna þurfa börnin að koma í þægilegum vinnufatnaði sem þolir hnjask og má óhreinkast.

Nauðsynlegt er að merkja allan fatnað barnanna vel.

© 2016 - 2024 Karellen