Karellen

Leikskólinn Lundaból

símanúmer

5919330


NÝBREYTNI OG ÞRÓUNARVERKEFNI

Vorið 2018 sóttum við um styrk í þróunarsjóð leikskóla til að vinna að fjórum verkefnum og fengum styrk til að vinna með tvö. Það eru Hljóðapokar og Ævintýraferðir (útikennsla) Þróunarsjóður hefur breytt miklu í leikskólastarfinu og gefið kennurum tækifæri og vettvang til að koma hugmyndum og áhugamálum sínum í framkvæmd. Kennarar geta núna fylgst með því nýjasta í fræðunum, sótt um styrk og skoðað það sem þeim langar að gefa aukin gaum. Börnin fá í staðinn áhugasamari fagmenn sem hafa tækifæri á að bjóða upp á fjölbreytta kennslu og nýjungar í starfinu. Glaðir, sjálföruggir og áhugasamir kennarar eru forsenda góðrar vinnubragða og jákvæðs skólabrags. Við fögnum þróunarsjóði og hugmyndafræðinni á bak við sjóðinn og höldum áfram að sækja í hann fyrir eins mörg verkefni og hægt er.

Ævintýraferðir:

Veturinn 2018 – 2019 hafa elstu börn Lundabóls farið í ævintýraferðir (útikennsla) vikulega. Hópnum var skipt í tvennt þannig að hvert barn fer aðra hvora viku í slíka ferð.

Ástæða þess að tekin var sú ákvörðun að sækja um styrk til að þróa útikennslu í Lundabóli er m.a. vegna þess að rannsóknir hafa sýnt að það að vera utandyra:

  • Dregur úr framleiðslu kortisóls sem þýðir að útivera dregur úr streitu
  • Útivera eykur einbeitingu barna með ADHD – færri áreiti
  • Eykur hamingju
  • Lækkar blóðþrýsting
  • Dregur úr árásargirni – nægt rými fyrir alla
  • Styrkir ónæmiskerfið
  • Örvar skilningarvit og sköpunargáfu

Einnig hefur útivera nálgun við jákvæða upplifun s.s. hreyfingu og félagsskap. Mikilvægi leik og grunnskóla við að kynna fyrir börnum jákvæða upplifun utandyra hefur aukist undanfarin ár í takt við breytta lífshætti fjölskyldna í nútíma samfélagi.

Ævintýraferðir hafa ætíð kennslufræðilegan tilgang sem tengist þeirri vinnu sem fram fer í leikskólanum hverju sinni.Mikilvægt er að undirbúa slíkar ferðir vel, vera með gott skipulag og hafa einnig verkefni sem leysa á meðan gengið er til og frá ákvörðunarstað. Auk kennslufræðilegs tilgangs er einnig mikilvægt að gefa góðan tíma fyrir frjálsan leik og að börnin upplifi ferðina sem skemmtilega og að þau hafi eitthvað um það að segja hvað er gert. Gæta þarf að allir séu vel klæddir og ekki svangir og að hafa meðferðis auka vettlinga o.þ.h. auk nestis.

Ýmislegt hefur verið gert í vetur svo sem:

September - nærumhverfi okkar – vistkerfið í lundinum okkar

  • Tilraun með frjósaman og ófrjóasaman jarðveg
  • Hlutverk plantna og gróðurs
  • Dýralíf
  • Rotnun sorps – lífrænt/ólífrænt

Október – Fjölskylda og heimili

  • Formin í bænum okkar
  • Náttúruleg form
  • Skapandi starf í skóginum
  • Varðeldur og grill

Nóvember og desember – menning í samfélagi okkar

  • Bókasafnið
  • Grunnskólar
  • Landnámssýning
  • Árbæjarsafn
  • Sívertsenshús
  • Heimsókn til eldri borgara í Ísafold

Janúar – tilraunir með vatn og snjó

  • hljóðgreiningar leikir og náttúrubingó

Febrúar – tilraunir með vatn og snjó

  • fuglafóðursgerð

Mars

hugtakainnlögn, hljóðgreiningar leikir

  • hreyfing
  • stærðfræði

Maí – lífríki

  • Eyðing sorps lífrænt/ólífrænt
  • Skordýr í lundinum okkar
  • Hreyfing
  • stærðfræði

Hljóðapokar er hugmynd sem kviknaði út frá námsefninu um Lubba sem finnur málbein og á að styðja við það námsefni. Útbúnir voru pokar fyrir hvert málhljóð og eru þeir notaðir með námsefninu til að efla hljóðaþekkingu og þjálfa hlustun. Við höfum séð miklar framfarir hjá nemendum okkar og þá ekki síst hjá næst elsta árgangi en þar eru margir komnir langt á veg með stafaþekkingu og hlustun.

Vorið 2017 sóttum við um styrk í þróunarsjóð leikskóla til að vinna að fimm verkefnum og fengum styrk til að vinna með fjögur. Það eru Sjálfbærni, Sögupokar, Núvitund og Könnunarleikur. Þróunarsjóður hefur breytt miklu í leikskólastarfinu og gefið kennurum tækifæri og vettvang til að koma hugmyndum og áhugamálum sínum í framkvæmd. Kennarar geta núna fylgst með því nýjasta í fræðunum, sótt um styrk og skoðað það sem þeim langar að gefa aukin gaum. Börnin fá í staðinn áhugasamari fagmenn sem hafa tækifæri á að bjóða upp á fjölbreytta kennslu og nýjungar í starfinu. Glaðir, sjálföruggir og áhugasamir kennarar eru forsenda góðrar vinnubragða og jákvæðs skólabrags. Við fögnum þróunarsjóði og hugmyndafræðinni á bak við sjóðinn og höldum áfram að sækja í hann fyrir eins mörg verkefni og hægt er.

Við erum einnig að vinna með aðra þætti sem flokkast ennþá sem nýbreytni og við erum áfram að skoða. Eru það vinaverkefni Barnaheilla, námsefnið um Lubba sem finnur málbein ásamt námssögum með breyttu sniði.

Sjálfbærni: Leikskólinn fékk styrk frá þróunarsjóði leikskóla ásamt því að fá ferðastyrk frá Erasmus+ til að vinna verkefni sem tengist sjálfbærnimenntun leikskólabarna. Verkefnið okkar heitirEarthworm: one Earth, one World; The Metamorphosis of Sustainability Education in the Early Childhood Education and Care.

Hugmyndin er að heimatilbúinn ormur ferðist á milli heimila í Garðabæ ásamt bók með fróðleik um hvernig fjölskyldur geti tekið þátt með því að fara í einfaldar sjálfbærni aðgerðir á heimilinu. Það er til dæmis hægt að ganga í búðina og velja vörur sem eru frá Íslandi eða löndum næst okkur. Gróðursetja, flokka, endurnýta og fá hugmyndir um hvað sjálfbærni hugtakið nær yfir mikið af litlum hlutum sem auðvelt er að breyta og aðlagast.

Það er mikilvægt að kenna börnum sem allra fyrst að ganga vel um landið okkar, jörðina og hvað þau geti gert til að vernda þær auðlindir sem við eigum. Börn eru mjög áhugasöm um umhverfið sitt og fljót að tileinka sér nýjungar og annan hugsunarhátt. Börnin fengu kynningu og unnu að fjölmörgum verkefnum sem við tengjum við hugtakið sjálfbærni. Þau skoðuðu sig sjálf í stóra samhenginu sem lítið púzzl í stóra púzzluspilinu. Allir hafa áhrif og það sem við gerum í framkomu almennt getur haft áhrif á allan heiminn. Þau lærðu að ganga vel um leikskólann sinn, bæinn og heimilið sitt. Hvernig nýtum við hlutina til að láta þá endast og hvað er rusl og hvað þau geta gert til að sporna við því að rusl safnist fyrir í heiminum. Umhverfismennt, gróður og sjórinn hvað er hægt að gera til að vernda náttúrunna og bera virðingu fyrir henni. Þau bjuggu til sjó og sáu með eigin augum að plast eyðist ekki í sjónum og áttuðu sig á að þegar búið er að menga sjóinn t.d með olíu, þá er mjög erfitt að hreinsa hann aftur. Þau fengu gefins plöntur á gróðrastöð og gróðursettu í mold og fengu ábyrgð á að vökva og halda þeim á lífi. Þau lærðu að flokka rusl, endurnýta og öðluðust skilning áhvernig best sé að ganga um landið okkar með það fyrir augum að vernda auðlindir okkar sem best. Ásamt fjölmörgum öðrum verkefnum og vangaveltum.

Þetta er spennandi samstarfsverkefni á milli Íslands, Spánar, Litháen og Rúmeníu og gefur starfsfólki leikskólans tækifæri til að heimsækja þessi lönd og læra af þeim og miðla þekkingu og upplýsingum. Við tókum á móti kennurum frá þessum löndum í október og var það mikið ævintýri og buðum við upp á fræðslu og skemmtun í því sem við Íslendingar eru færastir í varðandi endurnýtanlega orku og náttúruvernd. Fimm kennarar fóru svo í maí til spánar þar sem útikennslu var gerð góð skil ásamt ræktun og endurnýtingu á efnivið. Virkilega fróðlegt og skemmtilegt.

Sögupokar Í vetur höfum við verið að vinna að gerð sögupoka með styrk frá þróunarsjóð Garðabæjar. Við saumuðum poka og í pokana var safnað saman sögupersónum sem koma fyrir í sögunni. Þannig geta börnin handfjatlað sögupersónur á meðan lesið er, endursagt söguna og unnið betur með innihald og persónur sem koma fyrir í bókinni. Einnig gerðum við spil, orðaleiki og ýmislegt annað sem tilheyrir viðkomandi sögu. Við unnum átta sögupoka með vinsælum og skemmtilegum sögum.

Núvitund og slökun Við erum búnar að breyta áherslum hjá okkur varðandi hvíldina og núna leggjast allir niður á dýnu með kodda og teppi og hvíla sig. Yngri börnin sofna en þau eldri ná góðri slökun og hvíld. Börnin njóta þess að hlusta á sögur, gera slökunar- og núvitundaræfingar og sjáum við mun í líðan og úthaldi barna seinnipart dags. Foreldrar, börn og starfsfólk fundu breytingu á hegðun barnanna og voru þau orkumeiri, hljóðlátari og einbeittari við verkefnin það sem eftir lifði dags. Við fengum styrk frá þróunarsjóði leikskóla til að vinna enn betur með núvitund og gátu sent tvo kennara á námskeið og þar fengu þeir þjálfun í að nota slökun með leikskólabörnum og námsefni. Allt starfsfólk fékk svo kennslu og þjálfun í vetur og erum við rétt að byrja í þessari frábæru vinnu. Fyrir styrkinn frá þróunarsjóð gátum við keypt námsefni s.s dýnur, slökunartónlist, ilmolíulampa og ýmislegt fleira tengt núvitund.


Myndasafnið

© 2016 - 2024 Karellen