news

Sveitaferð

09. 05. 2019

Miðvikudaginn 8. maí bauð foreldrafélag Lundabóls börnum og foreldrum þeirra í sveitaferð.

Ferðinni var heitið að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði og lögðum við af stað stundvíslega kl 8:450 og komum aftur til baka kl 13. Leikskólinn bauð öllum í grillaðar pylsur og var sannkallað pylsupartý í sveitinni.

Sauðburður var í fullum gangi að Bjarteyjarsandi og mikil upplifun fyrir unga sem aldna að fylgjast með því þegar litlu lömbin fæddust. Einnig voru hundar, hestar og hænur sem gaman var að hitta.

Það var frábær mæting foreldra í ferðina og fóru frá litla Lundabóli 141 manns, börn, foreldrar og starfsfólk. Við þökkum foreldrum fyrir samveruna og foreldrafélaginu fyrir að bjóða okkur.© 2016 - 2020 Karellen