news

Samkomubann

27. 04. 2020

Frá 16. mars hefur verið í gildi samkomubann fyrir fleiri en 20 manns og þurftu við því að skipta leikskólanum upp í tvo hópa bæði börnum og starfólki. Hver hópur mætti annanhvern dag og á milli vakta var leikskólinn sótthreinsaður mjög vel. Hver hópur var að nota sín leikföng og það var sér ísskápur og sér salerni fyrir hverja vakt. Fá börn voru að mæta fyrst í stað en svo fór þeim að fjölga smátt og smátt.

Frá 30. mars var bætt við öðrum hópi sem eru börn starfsfólks í framvarðaþjónustu og þau börn voru alveg sér og mættu í leikskólann alla daga.

Þetta hefur gengið mjög vel og börnin og starfsfólk hraust og hamingjusamt. Börnin hafa notið þess að vera í litlum hópum með tilltölulega lítið leiksefni og samskipti og frjálsi leikurinn hefur blómstrað.

Foreldrar hafa lítið verið að koma inn í leikskólann og leikskólinn hefur verið lokaður fyrir öðrum utanaðkomandi


© 2016 - 2020 Karellen