Karellen
news

Lundaból á ráðstefnu í Svíþjóð

24. 04. 2024

Vorið 2022 sóttu kennararnir af Lerkinu (deild fyrir elstu börnin) um styrk í þróunarsjóð til að vinna verkefni tengt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna sem fékk nafnið Röddin mín. Verkefnið gengur út á að styrkja börnin í því að hafa skoðun, vita rétt sinn og þora að spyrja spurninga og setja mörk í samskiptum við félaga sína og fullorðna fólkið.

Ótrúlegt verkefni sem hefur fengið vængi og er núna að fljúga út til Svíþjóðar með þeim Árdísi, Maricris, Elínu og Mörtu leikskólakennurum sem hafa unnið með þetta verkefni núna í bráðum 2 ár.

Ráðstefnan heitir OMEP og er haldin í Kristianstad í svíþjóð og hefst þriðjudaginn 23. apríl og henni lýkur 26. apríl. Mikil gleði í hópnum að fá að kynna fyrir kollegum sínum út um allan heim hvað við erum að gera með okkar börnum til að tryggja að röddin þeirra heyrist.

Endilega skoðið sway póstinn frá Árdísi

https://sway.cloud.microsoft/3cJctDCun1IfrjFH?ref=Link

© 2016 - 2024 Karellen