news

Jólakveðja frá Lundabóli

23. 12. 2019

Starfsfólk Lundabóls óskar börnunum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og þakkir fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða

Það sem hefur einkennt þetta ár er traust, samvinna og hlýja á milli allra þeirra aðila sem standa að þessari stofnun.

Við erum þakklát og stolt af okkar einstaka foreldrahópi og gríðarlega ánægð með börnin okkar og hvernig þau eru að þroskast og dafna.

Starfið í leikskólanum ber þess merki að starfsfólkið sé ánægt og öll vinnan okkar skilar árangri, samskipti við foreldra góð og hvetur okkur til dáða.

Gildin okkar: gleði, samvinna og virðing eiga svo sannarlega við

Jólaknús frá okkur öllum

© 2016 - 2020 Karellen