news

Foreldrakönnun

10. 04. 2019

Foreldrakönnun á vegum Skólapúlsins 2019 kom mjög vel út og var svörunin 86%. Niðurstöður benda til að hérna í Lundabóli séu ánægðir foreldrar sem bera mikið traust til starfsfólks og kunna vel að meta þann góða starfsanda sem hérna ríkir.

Við komum til með að vinna úr þessum niðurstöðum og nýta athugasemdir um það sem betur má fara til úrbóta, má þar helst nefna Karellen appið sem foreldrar eru ekki allt of ánægðir með og upplýsingaflæðið varðandi starfið síðan Facebook síðunni okkar var lokað.

Við í Lundabóli skorum vel yfir landsmeðaltal í nánast öllum liðum sem spurt var um og fáum stjörnumerkingu (sem þýðir vel yfir meðaltal) í liðunum:

  • Ánægja með leikskólann - barni líður vel, góð samskipti, ánægja með viðfangsefni barnsins
  • Stjórnendur - sýnilegir og taka virkan þátt í leikskólastarfinu
  • Aðstaðan - húsnæði eftir framkvæmdir og lóðin

Foreldrar meta það svo að það sé hæfilegur fjöldi barna á deild, þeir treysta starfsfólkinu og ná að mynda tengsl. Foreldrar eru hvattir til þátttöku í starfinu og þeim finnst þeir hafa eitthvað um starfið að segja. Tímasetning viðburða góð og þeir vel auglýstir. Tölvupóstar góðir og vikupóstar frá deildastjórum mikilvæg viðbót. Ekkert kemur ennþá í staðinn fyrir Facebook, því miður.

Í gær kynntum við niðurstöður fyrir starfsfólki og það var ekki hægt annað en að leysa alla út með blómum.

© 2016 - 2019 Karellen