Karellen
news

Hrekkjavaka

31. 10. 2018

Hrekkjavakan var mjög skemmtileg hjá okkur á Lerkinu. Draugaleg tónlist, myrkur og hræðilegar verur upp um alla veggi tóku á móti foreldrum og börnum í morgunsárið. Ekki batnaði ástandið við morgunverðarborðið en boðið var upp á blátt sullumall og gulan graut í morgunmat.

Þeir alhörðustu létu það nú ekki á sig fá og borðuðu vel af þessum undarlega morgunverði. Draugasaga í samveru og svo hrekkjavökuball með öllum krökkunum í Lundabóli á salnum. Til þess að komast inn og út úr salnum þurfti að skríða í gegnum hræðileg draugagöng.

Í hádeginu var boðið upp á blóðgraut og merkilegt nokk, allar undarlegu verurnar sem heimsóttu Lerkið í dag borðuðu sig pakksadda af þessum hryllingsmat. Við erum strax farin að hlakka til næstu hrekkjavöku.

© 2016 - 2024 Karellen