news

Ævintýraferð í snjónum

09. 03. 2020

Í síðustu ævintýraferð fórum við í skóginn með heimagerðan fuglamat. Við skárum niður brauð og epli og bættum svo við fræjum, korni og fitu og gerðum afar girnilegan fuglamat. Við erum alveg sannfærð um að fuglarnir verði afar sælir með að fá svona kræsingar.

Þegar við vorum búin að gefa fuglunum var gaman að lita snjóinn og gera allskonar snjólistaverk.


© 2016 - 2020 Karellen