Karellen
news

Fundur í foreldrafélagi

18. 03. 2025

Foreldrafélag Lundabóls 12. mars 2025 kl 16-16:40

Fundinn sátu:

Erna mamma Stellu á Lerki

Thelma mamma Hrafntinnu á Lerki

Eva mamma Hildar á Lerki

Stefanía mamma Emmu Katrínar á Lerki

Emil pabbi Lísbetar á Laufi

Björg leikskólastjóri fundaritari

Fundagerð

Útskriftarferð fyrir 2019 verður í boði foreldrafélagsins og verður farið í dagsferð í Vatnaskóg um miðjan maí, innifalið er rúta, leiðsögn, matur og bátsferð kr 157.000

Útskriftarathöfn verður 28. maí í Sveinatungu og sér leikskólinn um blóm og veitingar, foreldrum og systkinum er boðið.

Sumarhátíð verður hérna í garðinum/í leikskólanum fimmtudaginn 5. Júní frá kl 15 og á sama tíma geta þau börn sem færast á milli deildar, kíkt með sínum fólki á nýju deildina. Þar verða deildastjórar og taka á móti, segja frá starfinu og sýna deildina.

Listamaður kemur og býður upp á andlitsmálningu og það verður skoðað hvort það verði boðið upp á leikrit eða eitthvað slíkt, kemur í ljós.

Nokkur umræða skapaðist um sveitaferð og hvort fara ætti í sveitina að ári s.s vor 2026. Niðurstaðan var að stjórn félagsins tæki ákvörðun á hverju hausti hvort farið yrði þá um vor- sveitaferð kostar mikið og á það til að tæma foreldrasjóðinn.

Við þökkuðum Erna og Evu fyrir þeirra framlag og dugnað og á sama tíma óskum við eftir foreldrum sem eru áhugasöm að taka þátt í foreldrafélaginu

© 2016 - 2025 Karellen