Karellen
news

Þorrablót

22. 01. 2021

Í dag var Þorrablót hjá okkur á Lerkinu og voru börnin búin að gera sér ótrúlega flotta víkingahjálma sem þau skörtuðu í dag.

Í morgun fórum við inn í sal þar sem við sungum þorralög og fleira fyrir börnin bæði á Laufinu og Lynginu og voru þau ekkert smá flott.

Í hádeginu var svo hlaðborð þar sem boðið var upp á þorramat þar sem slátur, kartöflumús og rófustappa var í boði ásamt ýmsu góðgæti. Börnin voru ekki öll á því að smakka allt sem var í boði en það kom okkur á óvart hversu stór hluti var tilbúinn að prófa hákarlinn, sviðasultuna, hrútspungana og jafnvel sviðakjammann. Allir gengu þó sáttir frá borði þar sem það voru ruglusæti og var þessi hádegisverður einstaklega skemmtilegur.

Við áttum sem sagt alveg frábæran dag þar sem allir skemmtu sér vel. Góða helgi og til hamingju með daginn bændur!


© 2016 - 2024 Karellen