Karellen
news

Yngstu börnin

03. 12. 2021

Í haust hófu aðlögun á Lynginu börn á aldrinum 12 til 18 mánaða og fleiri en áður sem voru bara rétt um 1 árs þegar þau byrjuðu. Sum áttu stundum erfitt og fannst þeim dagarnir oft langir og reyndi starfsfólk í samráði við foreldra að stytta daginn og sníða stakk eftir vexti ef svo má að orði komast.

Aðlögun barnanna gekk ótrúlega vel og er núna hópur af glöðum, námsfúsum og brosmildum börnum á Lynginu. Þau eru að læra að hlusta og skiptir þá ekki máli hvernig eða hve lengi þau sitji kyrr- heldur bara hvort og hvernig þau ná því sem sagt er, ná að lifa sig í söguna

Leikskólakennararnir nota myndir sem tengjast sögunum sem þeim er sögð og við það helst athyglin miklu lengur.

Frábær hópur


© 2016 - 2024 Karellen