Karellen
news

Jólakveðja

22. 12. 2022

Starfsfólk sendir ykkur jólakveðju og óskar ykkur gæfu og góðrar samveru um hátíðarnar ásamt því að þakka fyrir allar gjafirnar, kortin og hlýju orðin sem hafa streymt til okkar á aðventunni.

Viðburðaríkt ár að baki og þökkum við fyrir samveruna, samskiptin og stuðningin á þessu skrítna ári 2022.

Við erum þakklát og stolt af okkar einstaka foreldrahóp og gríðarlega ánægð með börnin okkar og hvernig þau eru að þroskast og dafna.

Við höfum náð að standa vörð um menntun og fagmennsku þrátt fyrir undirmönnun og heimsfaraldur.

Áfram gakk með bros á vör

Allir í Lundabóli

© 2016 - 2023 Karellen