Karellen
news

Jólaball

17. 12. 2021

Mjög vel heppnaður dagur að baki hjá okkur í Lundabóli. Pottaskefill kom í heimsókn til okkar og færði börnunum vasaljós. Hann kom inn um glugga á salnum með poka á bakinu og lítinn skaftpott bundinn um mittið. Hann lék á alls oddi og sprellaði með okkur, söng og dansaði. Hann sagðist vera kallaður Harry Potter af sínum nánustu og sýndi okkur tannburstann hennar Grýlu og lék svo eyrnapinna af mikilli snilld. Við borðuðum hádegisverð við dúkað langborð, lambasteik og með því og börnin kunnu svo sannarlega að meta tilbreytinguna. Með steikinni var boðið upp á skógarsafa og vatn og svo var vanillu íspinni í eftirrétt. Fullkominn dagur eða eins og einn drengurinn okkar komst að orði "Besti dagur lífs míns"© 2016 - 2022 Karellen