Karellen
news

Fræðsla á skipulagsdegi

16. 09. 2021

Vinnu- og fræðsludagur starfsfólks var í gær og var dagurinn vel nýttur. Við vorum í Sveinatungu með dagskrá allan daginn.

Björg leikskólastjóri fór yfir áherslur vetrarins og síðan tók Díana Hrafnsdóttir myndlistakennari við og sagði okkur frá þeirri skapandi vinnu sem hún er að vinna með börnunum.

Ásgerður Arna Sófusdóttir hjúkrunarfræðing frá Elfur ráðgjöf fræddi okkur um tengslamyndun og mikilvægi þeirra fyrir börnin og hvað það getur haft slæm áhrif á börn ef það verður röskun í tenglsmyndun foreldri og barns í frumbernsku. Við fengum upprifjun á einkennum tengslarofs eða röskunar og ýmsum spurningum var svarað. Mjög þarft og fræðandi efni.

Í hádegisverð var boðið upp á hollustu frá Lemon við góðar undirtektir

Arna Steinsen frá KVAN kom til okkar með erindi um Þrautseigju og velti því upp hvað það er sem fær okkur til að ná erfiðum markmiðum, hvetur okkur áfram til að verða betri manneskjur, blómstra tilfinningalega, taka jákvæðar áhættur og lifa okkar besta lífi. Arna er stórskemmtileg og það var mikið hlegið. Lykillinn að efla þarustseigju er að hafa trú á eigin getu og vera bjartsýnn.

Síðasta erindið tengist þróunarverkefni sem við fengum styrk fyrir til að vinna í vetur en það snýr að Tónlist með ungum börnum og kom Birte Harksen tónlistakennari til okkar með ógleymanlegt erindi. Við ætlum að vera í samstarfi við Birte í vetur á meðan við vinnum verkefnið.

Bjartsýnir og glaðir starfsmenn héldu svo úti í fallega haust eftir góðan og nærandi dag

© 2016 - 2022 Karellen