Karellen
news

Fagfólk fundar

27. 01. 2023

Í morgun var blásið til fundar á kaffistofu leikskólans að ósk leikskólakennara/ þroskaþjálfa sem starfa í Lundabóli. Fundarefnið var leið sem Hafnarfjarðarbær ásamt Kennarasambandi Íslands er að fara varðandi vinnutíma og vinnufyrirkomulag leik- og grunnskóla í Hafnarfirði. Fagfólk Lundabóls vildi ræða þessa samræmingu vinnutíma skólastigana og óska eftir viðbrögðum Garðabæjar. Stór höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði og mikilvægt fyrir Garðabæ að fylgjast vel með nýjungum og aðgerðum í öðrum sveitafélögum sem stuðla að bættum starfsaðstæðum og breyttum vinnuskyldum.

Á fundinn mættu 9 leikskólakennarar af 11 sem eru starfandi við Lundaból og einn þroskaþjálfi. Tveir leikskólakennaranemar voru fjarverandi.

Í stuttu máli: hægt er að lesa greinina á www.ki.is/um-ki/utgafa/frettir-og-pistlar/pistlar/2023/%C3%B6ll-v%C3%B6tn-falla-til-hafnar-fjar%C3%B0ar/

;Í leikskólum Hafnarfjarðar var kosið meðal kennara um fulla styttingu eða 36 stundir á viku en viðvera verður áfram 40 stundir á viku yfir árið. 26 dagar á ári eru teknir út í svokölluðum „Betri vinnutíma í leikskólum“ um jól, páska, sumar og í vetrarfríi. Ávinnast þeir með uppsöfnun styttingar vinnuvikunnar og 3 dagar verða veittir til endurmenntunar. Skólaár í leik- og grunnskólum er því orðið sambærilegt hjá Hafnarfjarðarbæ. Betri vinnutími í leikskólum og nýtt skólaár hefur tekið gildi og fyrsta úttekt á „Betri vinnutíma í leikskóladögum“ var núna um jólin 2022.


© 2016 - 2024 Karellen