Karellen
news

Brunaæfing

14. 10. 2022

Í vikunni var verið að rista brauð í listaskála á Lerkinu. Fyrir ofan brauðristina er brunaboði sem á að láta vita með miklum hávaða ef eldur kveiknar í húsinu. Það vildi ekki betur til en svo að bjallan fór í gang. Börnin brugðust hárétt við, fóru í einfalda röð út á stétt á meðan brugðist var við brunaboðunum.


© 2016 - 2024 Karellen