Karellen
news

Aðalfundur foreldrafélagsins

18. 05. 2022

Foreldrar buðu bæði öðrum foreldrum og starfsfólki í virkilega notalega stund í gærkvöldi, búbblur, jarðaber og samlokur voru í boði ásamt fyrirlesara.

Farið var yfir fjármál félagsins og starfsmannakönnun Skólapúlsins.

Fyrirlesarinn okkar í gær Anna Steinsen hefur mikla reynslu í að vinna með börnum og þjálfa félagsfærni. Hún fór yfir það sem einkennir mismunandi manngerðir og vakti okkur til umhugsunar um að það er ótrúlega margt sem við getum gert til að aðstoða börnin þegar kemur að samskiptum.

Samskipti og hvernig þau rekast á í hópi er gríðarlega mikilvægt fyrir þeirra upplifun og ánægju með tilliti til áframhaldandi skólagöngu, mjög flott erindi

ánægjuleg kvöldstund

© 2016 - 2023 Karellen