Karellen
news

Leiksýningin Ég get

29. 09. 2021

Elstu börn Lerkisins fengu boð á leikskýninguna "Ég get" sem er sýnd í Kassanum, Þjóðleikhúsinu. Sýningin fjallar á ljóðrænan hátt um gildi vináttu og samvinnu. Við kynnumst Camilo og Þórey sem eru frekar kjánaleg í byrjun og kunna alls ekki að deila og leika saman en finna svo út að það er miklu skemmtilegra að leika við vin en að vera einn, þó maður eigi allt. Ferðin gekk vel, allir voru óskaplega stilltir og prúðir og glöddust við að fá nesti áður en haldið var heim á leið.

© 2016 - 2023 Karellen