Karellen
news

Brúum bilið

30. 03. 2021

Við vorum svo heppin að ná að fara í eina heimsókn í Hofsstaðaskóla, með elstu börnin okkar, áður en allt skall í lás í síðustu fjöldatakmörkunum. Heimsóknin var æðisleg enda eru þau í Hofsstaðaskóla algörir höfðingjar heim að sækja. Börnin okkar á Lerkinu fengu að prufa að vera í "alvöru" skólastofu og voru að skrifa og reikna, þau fóru í bókasafnið og fengu þar sögulestur, þeim var boðið í hádegismat í matsalnum og svo var farið út að leika í frímínútum. Vel heppnuð heimsókn og allir alsælir.

© 2016 - 2023 Karellen