news

Takk foreldrar

12. 04. 2019

Foreldrar Lundabóls komu í morgun færandi hendi með súkkulaðitertu og góðar kveðjur til okkar

Fyrir hönd allra foreldra á Lundabóli færðum við starfsfólkinu köku í morgun með þakkir fyrir frábæran vetur.

Það er góð tilfinning að vita af börnunum okkar í öruggum og hlýjum höndum starfsfólksins.

Það er svo sannarlega ekki sjálfgefið að hafa þennan frábæra mannauð og vildum við senda þeim glaðning í þakklætisskyni.

Í leiðinni óskum við þeim til hamingju með frábærar niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins.

Áfram Lundaból og gleðilega páska til ykkar allra.

Rakel formaður foreldrafélagsins


© 2016 - 2019 Karellen