news

Útskriftarferð

23. 05. 2019

Í gær fóru börn í elsta árgangi leikskólans í útskriftarferð. Ferðinni var heitið austur fyrir fjall. Fyrsti viðkomustaður var í Hveragerði en þar fengum við að heimsækja gróðrastöðina Borg sem ræktar sumarblóm og trjáplöntur. Það var áhugavert á sjá hvað eru til margar og ólíkar gerðir af fallegum blómum og fá að sjá litlu "barnablómin" Allir fengu að velja sér eitt sumarblóm til að taka með og gróðursetja í blómabeði á leikskólalóðinni.

Að því loknu lá leið okkar að Úlfljótsvatni þar sem við lékum okkur í leiktækjunum og þrautabrautinni, fórum í fótbolta og þeir hugrökkustu fóru alla leið upp á topp í útsýnisturninum. Í hádeginu grilluðum við hamborgara og borðum úti í blíðskaparveðri.

Þegar við höfðum leikið okkur dágóða stund við Úlfljótsvatn fórum við að Ljósafossstöð og fræddumst örlítið um vatnsaflsvirkjanir. Í Ljósafossstöð er skemmtileg sýning ætluð yngri kynslóðinni og við prófuðum allskonar tæki og bjuggum til rafmagn með því að nota okkar eigin styrk og afl. Mjög áhugaverð sýning sem allir höfðu gaman af.

Í einu orði sagt frábærlega vel heppnuð ferð.

© 2016 - 2020 Karellen