news

Rugludagurinn

20. 02. 2019

Rugludagurinn var haldin um daginn og þá snérist allt um að rugla eins miklu og hægt var. Hugmyndin kom frá elstu deildinni og voru þau mörg hver ansi hugmyndarík þegar kom að því að rugla hlutunum. Þau mættu, og auðvitað börn af öðrum deildum, í öfugum fatnaði, borðuðu morgunkorn í kaffitímanum og öfugt, gengu aftur á bak og gerðu allskonar skemmtilegt rugl þennan dag. Mikil ánægja var og ákváðum við að hafa annan svona dag í lok maí

© 2016 - 2019 Karellen