Karellen
news

Lausnahringur

22. 09. 2021

Í vor fengum við úthlutaðan styrk úr þróunarsjóði Garðabæjar til þess að fara af stað með verkefni sem heitir „Lausnahringurinn“. Börnin á Lerkinu og Laufi koma til með að taka þátt í þessu verkefni

Lausnahringurinn snýst um að kenna börnunum að setja mörk í samskiptum og einnig að upplifa jákvæðan aga en það eru samskipti sem eru byggð á gagnkvæmri virðingu.
Jákvæður agi hjálpar börnum meðal annars að öðlast:

  • Sjálfstraust
  • Að tilheyra
  • Að hafa áhrif
  • Innsæi/tilfinningagreind
  • Samskiptahæfileika
  • Ábyrgð
  • Dómgreind.

Lausnahringurinn skiptist upp í 7 atriði og munum við innleiða þau eitt og eitt í allan vetur.

Þessi atriði eru:

  • Að segja stopp (byrjum á því í október)
  • Að skiptast á
  • Bjóða knús
  • Geta sagt fyrirgefðu
  • Að hjálpa
  • Bjóða öðrum með
  • Stjórna sér

Sú sem sér um Lausnahringinn heitir Arnrún Magnúsdóttir leikskólakennari og mun hún koma inn á Lerkið 1-2x í mánuði í vetur og hjálpa okkur við að innleiða efnið.

Við erum mjög spennt að vinna með Arnrúnu og innleiða þetta frábæra efni og fái þið að fylgjast með hvernig gengur. Í forstofunni verða hengdar upp myndir af lausnahringnum fyrir ykkur að skoða og þið fáið betri kynningu á verkefninu þegar við höfum foreldrafundinn okkar, vonandi í október.

© 2016 - 2024 Karellen