Karellen
news

Langþráða útskriftarferðin

03. 06. 2021

Jæja, útsksriftarferðin afstaðin og allir alsælir. Börnin voru ótrúlega flott og dugleg alla ferðina og nutu þess að vera í aðstæðum sem þau eru jafnvel ekki vön að vera í. T.d. eru þau fæst vön því að keyra um í stórri rútu, hafa útsýni svo langt sem augað eygir og því bar margt skemmtilegt á góma í rútuferðinni. Það var t.d. einn drengur sem sá uppstoppaðan bíl með dánu fólki í (það var jepplingur sem var lagt upp á Hellisheiði og í honum voru sofandi ferðamenn)
Fyrsta stopp var garðplöntusalan Borg í Hveragerði. Þar völdu börnin blóm til að setja í lóðina okkar. Við höfum farið þangað síðustu ár með útskriftarbörnin okkar og eru þau hjá Borg alltaf höfðingjar heim að sækja, bjóða upp á kleinu og kókómjólk.
Þaðan fórum við á Úlfljótsvatn. Þar var leikið og leikið og leikið. Geggjuð leiktæki og þrautabraut. Í hádeginu voru svo grillaðir hamborgarar.
Svo fórum við í Ljósafossvirkjun þar sem við fengum heilmikla fræðslu um það hvernig vatn getur búið til rafmagn.
Geggjuð ferð í alla staði, allavega að mati okkar kennaranna, vonandi eru börnin okkur sammála.
Við munum svo merkja myndir inn á Karellen af börnunum ykkar. Hvet ykkur til að skoða og ná ykkur í myndirnar áður en síðan lokast á ykkur. Það gerist þegar þið hættið í leikskólanum.
Bestu kveður, Eva, Ásta og Ásdís.

© 2016 - 2024 Karellen