news

Gleðilega páska kæru vinir

06. 04. 2021

Gleðilega páskahátíð kæru vinir og velkomin til baka eftir langt og gott frí. Það var mikil gleði hjá börnunum okkar á Lerkinu að hitta félaga sína eftir nokkra daga fjarveru frá hvort öðru, gaman að sjá vináttuna sem er alltaf að verða sterkari og sterkari hjá þeim. Í dag byrjaði hjá okkur nýr drengur sem heitir Hilmar Þór og mun hann fara í Köngla hópinn og svo í haust mun hann fylgja þeim börnum sem fara í Hofsstaðaskóla þangað. En í dag fengum við aldeilis skemmtilega heimsókn en hún Árdís kom með þrjá páskaunga sem allir fengu að skoða. Virkilega gaman en það voru samt ekki allir sáttir við að ungarnir eru smá sóðar, þeir kúkuðu á gólfið hjá okkur. En þeim var fyrirgefið það fljótlega :)

© 2016 - 2021 Karellen