Fundur í Foreldraráði

18. 10. 2018

Nýstofnað Foreldraráð fundaði í dag og er það skipað þremur foreldrum frá öllum deildum.

Á fyrsta fundinum var farið yfir starfsáætlun og samþykkti foreldráð hana og fer hún núna til leikskólanefndar til umsagna. Einnig var rætt um nýju persónuverndarlögin og hvaða hömlur eða áskoranir þau setja okkur hérna í leikskólanum. Foreldrar sakna facebook síðna sem deildarnar voru með og ætlum við að skoða hvort það sé möguleiki að endurvekja þær eða eitthvað sambærilegt.

Foreldrar geta skotið málum til foreldraráðs til umfjöllunar eða fengið ráðið til að aðstoða sig ef málið er þess eðlis. Á heimasíðunni hérna að ofan eru nöfn og netföng þeirra sem eru í ráðinu.

© 2016 - 2019 Karellen