Karellen
news

Foreldraráð fundaði

15. 10. 2021

Foreldraráð Lundabóls átti sinn fyrsta fund í gær. Farið var yfir starfshætti foreldraráðs og skipað í hlutverk. Foreldraráð starfar með leikskólastjóra og er tengiliður við aðra foreldra. Ef foreldrum vantar tengilið til að bera upp mál eða óska eftir aðkomu foreldraráðs þá eru nöfn og netföng þeirra á heimasíðu undir foreldrar.

Einnig var farið yfir skóladagatal og starfsáætlun og fékk foreldraráðið upplýsingar frá leikskólastjóra hvernig starfið er að ganga og hvernig starfsmannahald gengur. Við erum lánsöm og höfum á launaskrá mikið af hæfu og flottu starfsfólki : 12 leikskólakennara, 3 leikskólakennaranema og 1 þroskaþjálfa ásamt reyndum og hæfum leiðbeinendum, góða staða.

Frábær fundur og þakkir til ráðsins

Í foreldraráðinu eru þrír foreldrar

Formaður: Edda Lína Gunnarsdóttir móðir Jakobs á Lerkinu

Ritari: Árdís Ethel Hrafnsdóttir móðir Katrínar Viktoríu á Lerkinu

Lárus Guðjón Lúðvígsson faðir Ylfu Margrétar á Laufinu

© 2016 - 2024 Karellen