Karellen
news

Eldvarnareftirlit

06. 11. 2019

Einu sinni í mánuði taka elstu börnin þátt í verkefni um eldvarnir. Þá er farið um leikskólann í eftirlitsferð með gátlista og merkt við það sem er í lagi og látið vita af því sem þarf að lagfæra. Þau læra rétt viðbrögð við eldsvoða og hvað greiðfærar flottaleiðir eru ef þarf að rýma húsnæðið í skyndi. Þau fara yfir hvar slökkvitækin eru staðsett og hvort þau séu með gilda skoðun, hvort ljós logi á neyðarljósum. Skoða hvort hurðapumpur séu virkar og hvort við séum með óþarfa rusl sem er eldsmatur.

Að þessu sinni voru það Styrkár, Arnór Atli og Bjarni Hrafn sem sinntu eftirlitinu.

© 2016 - 2024 Karellen