news

Aðlögun nýnema

10. 08. 2020

Til foreldra barna sem eiga að hefja aðlögun í Lundabóli á næstu vikum

Eins og öllum er kunnugt þá hefur covid veiran farið aftur af stað í nokkru mæli og samkvæmt Almannavörnum þá bregðast skólayfirvöld í Garðabæ við líkt og aðrir.

Við munum af fremsta megni tryggja það að skólastarfið verði áfram sem með sem eðlilegustum hætti og að allir geti verið sem öruggastir út frá smitvörnum.

Aðlögun verður með hefðbundnum hætti og reynum við að halda okkur við það skipulag sem ákveðið var fyrir sumarfrí.

Það eru vinsamleg tilmæli til ykkar að reyna af fremsta megni að annað foreldrið sjái um alla aðlögunina, ekki að báðir foreldrar. Einnig biðjum við foreldra um að koma með grímur meðferðis, og huga vandlega að handþvotti og sprittun áður en farið er inn á viðkomandi leikskóladeild. Útivera verður nýtt eins og kostur er við aðlögun. Foreldrar kom inn á deild barnsins og geta því miður ekki farið um húsið, á aðrar deildar og á hvorki salerni né kaffistofu starfsfólks.

Ef hugað er vandlega að smitvörnum og tveggja metra reglunni og allir leggjast á eitt þá ætti okkur ekki að vera neitt að vandbúnaði.

Með kærri kveðju og tilhlökkun að hitta nýja foreldra og börn

Björg Helga Geirsdóttir leikskólastjóri

© 2016 - 2020 Karellen