Karellen
news

Sögupokar á Laufinu

12. 11. 2020

Á Laufinu eru sögupokar mikið notaðir í hópastarfi og í samverustundum. Pokarnir voru þróaðir út frá þróunarverkefni hér á Lundabóli og byggjast þeir á vinsælum barnabókum. Sögupokarnir okkar fjalla meðal annars um Einar Áskel, Greppikló, Línu Langsokk, Búkollu og Regnbogafiskinn. Í pokanum má finna bækurnar, leikbrúður og ýmis verkefni sem tengjast íslensku og stærðfræði.

í morgun var sögustund í hópastarfinu hjá Skjaldbökuhóp og hér má sjá myndir frá því. :)



© 2016 - 2024 Karellen