Karellen
news

Lubbastarf á Laufinu

05. 11. 2020

Allir hópar á Laufinu fara í Lubbastund einu sinni í viku. Markmið Lubbastarfsins er að efla færni bara í því að tengja saman málhljóð í bókstafi og skapa þannig góðan grunn fyrir lestrarnám og ritun. Einnig eflir Lubbastarfið framburð barna og orðaforða. Hér má sjá hljóðastafróf Lubba.



Í Lubbastundum æfum við táknið sem fylgja málhljóði vikunnar, syngjum vísuna sem fylgir því og lesum sögu þar sem koma fyrir fjölmörg orð sem innihalda málhljóð vikunnar. Síðan vinnum við á skapandi hátt með bókstafinn sem málhljóðið tengist, málum hann til dæmis, litum eða leir.

Hér er lubbatáknið fyrir N æft. Táknin eru alltaf táknræn, hér er hreyfingin ,að nudda nefið' táknræn fyrir málhljóðið og bókstafinn N.






Einnig vinnum við oft á fjölbreyttan hátt með tungumálið í Lubbastund, spilum, rímum eða lesum saman.

© 2016 - 2024 Karellen