Karellen
news

Verkefni í ævintýraferðum

21. 09. 2020

Í ævintýraferðunum okkar liggja öllu jafna fyrir ýmiskonar verkefni þar sem komið er inn á flesta þá námsþætti sem leikskólinn vinnur eftir. Leikur, gleði og jákvæð upplifun er hafður í forgrunni því nám ungra barna fer að mestu fram í gegnum leik. Í upphafi mánaðarins fóru elstu börnin í eina slíka ferð og það sem var m.a. gert í þeirri ferð var að safna saman ýmsum jurtum sem börnin fundu í lundinum okkar. Hvert barn bjó til sína eigin plöntubók, með mis miklu innihaldi en það fór mikið eftir áhuga barnanna á þessu verkefni. Sumir héldu áfram að safna jurtum þegar hópurinn var kominn upp í leikskóla aftur á meðan aðrir létu sér nægja minna magn.

© 2016 - 2024 Karellen