Karellen
news

Skemmtileg heimsókn á Landnámssýninguna

21. 11. 2018

Það voru áhugasöm börn sem skoðuðu Landnámssýninguna í dag. Þar fræddumst við um fyrstu landnemana á Íslandi sem komu til landsins á skipum. Við fengum fræðslu um hvernig hefur verið að setjast að á Íslandi, hvaða dýr voru hér fyrir og hvaða dýr landnemarnir komu með sér. Börnin stóðu sig mjög vel og sýndu að það er nú ýmislegt sem þau vita, t.d. af hverju var nauðsynlegt fyrir landnemana að hafa dýr með til Íslands. Kýrnar gefa okkur mjólk sem er notuð til að búa til skyr, ost og smjör o.s.frv. Svar dagsins var án efa við spuringunni til hvers víkingarnir notuðu svín. "Beikon" var svarað hátt og skýrt.

Hárrétt, þetta er auðvitað snillingar.

© 2016 - 2024 Karellen