Karellen
news

Ruslaholan okkar

09. 05. 2019

Í september á síðasta ári grófum við holu í lundinum okkar og í hana settum við rusl, bæði lífrænt og ólífrænt. Við merktum staðinn vel og í morgun fór fyrri hópurinn í ævintýraferð og markmið ferðarinnar var að athuga með ruslaholuna.

Svona leit ruslið okkar út í september. Í morgun grófum við upp ruslið í holunni góðu en það eina sem við fundum var eplasafaferna, dós og lítið pappírssnifsi. Bananahýðið, eggið, brauðið var með öllu horfið en smávegis var eftir að blaðinu. Að sjálfsögðu tókum við ruslið með okkur tilbaka og settum það í viðeigandi tunnu við Lunadaból.

Að því loknu rannsökuðum vð lífríkið í lundinum okkar og týndum orma, snigla, járnsmiði og lirfu. Við skoðuðum dýrin með stækkunargleri áður en við slepptum þeim aftur í heimkynni sín.

"Sjáðu hvað þetta er fallegur lítill hvítur ormur"

© 2016 - 2024 Karellen