Karellen
news

Lýðræði í skólastarfinu

04. 11. 2020

Hér á Lerkinu notum við umbunarkerfi þar sem öll börnin vinna að því markmiði að fylla glerkrukku af glerkúlum, sem kallaðar eru töfrakúlur, og þegar krukkan er orðin full er haldin kosning um það hver umbunin á að vera. Börnin koma með tillögu að einhverju sem þeim finnst spennandi og langar að gera í leikskólanum. Síðan er kosning um ca fimm atriði sem komið hafa frá börnunum sjálfum. Eins og í öðrum kosningum hefur hver og einn eitt atkvæði og það sem fær flest stigin vinnur. Í vikunni var haldin kosning í samverustund og niðurstaðan var sú að börnin kusu, með yfirburðum, að fá ristað brauð og kakó í drekkutímanum daginn eftir. Þá er bara að arka inn í eldhús og fá hana Gullu með okkur í lið og græja það.

© 2016 - 2024 Karellen