Karellen
news

Heimsókn í Sívertsenshúsið

17. 12. 2018

Það var skemmtilegt hjá fræjunum í dag þegar við brugðum okkur í heimsókn í Sívertsenshúsið og fræddumst um jólahald hjá systkinunum Járngerði Júlíu og Sigurði sem áttu heima í húsinu fyrir um 200 árum. Við fengum meðal annars að sjá batman bolla sem reyndist alls ekki vera batman bolli heldur skeggbolli. Strákarnir voru sammála um að þeir þyrftu nauðsynlega að eignast slíkan bolla fyrir feður sína. Ekki varð gleðin minni þegar Kjötkrókur birtist óvænt. Hann sýndi nokkur töfrabrögð en líklega er best að hann haldi sig bara við að vera jólasveinn. Strákunum fannst undarlegt að hann skyldi ekki fara út um hurðina þegar hann kvaddi, því hann miðað við brakið í stiganum fór hann upp á loft. En það vafðist nú ekki fyrir þeim, hann fer auðvitað út í gegnum strompinn!!


© 2016 - 2024 Karellen