Karellen
news

Heimsókn í Hofsstaðaskóla

07. 02. 2020

Eldri börnin á Lerkinu, sem byrja í grunnskóla í haust, fóru ásamt kennunum sínum í heimsókn í Hofsstaðaskóla. Byrjuðu á því að kanna útisvæði skólans og vera með börnunum í yngstu bekkjunum í frímínútum. Eftir það fóru þau í Regnbogann en það er svæðið þar sem börnin fara í eftir að skóladegi lýkur. Þar fengu þau að borða hádegismat, fiskur með allskonar girnilegu meðlæti. Eftir heimsóknina var svo tekinn strætó upp í leikskóla.

© 2016 - 2024 Karellen