Karellen
news

Grillað yfir báli

30. 10. 2018

Í ævintýraferð í dag kveiktum við lítið bál í lundinum okkar. Við byrjuðum á því að mála eldinn á niðursagaðan trjástofn, eftir að hafa talið árhringina og fundið út hve gamalt tréð sem við máluðum var. Svo var komið að mjög spennandi verkefni, að grilla pizzabrauð og banana. Nammi namm, það jafnast ekkert á við banana grillaðan yfir báli í góðum félagsskap í skóginum. Í lokin var viðeigandi að heyra eina draugasögu og syngja skátalag.

Á göngunni fylgdumst við vel með umhverfi okkar því við vorum að reyna að klára náttúrubingóið okkar. Það gekk ekki að þessu sinni, við sáum ekki kisu og ekki heldur ánamaðk. En skemmtilegt engu að síður.


© 2016 - 2024 Karellen