Karellen
news

Greinar í ævintýraferð

02. 09. 2021

Á miðvikudaginn fórum við í Greinunum í fyrstu ævintýraferð vetrarins.

Það sem við vorum að skoða og ræða um var vistkerfið okkar. Við gerðum meðal annars tilraun til þess að finna út hvort sandur eða mold væru með meiri lífræn efni fyrir plönturnar, við flokkuðum myndir eftir dýrum, plöntum og jarðveg og að lokum tókum við umræður um hvernig lífið á jörðinni væri ef við værum ekki með nógu góðan jarðveg.

Börnin virtust hafa mikinn áhuga á þessu og eftir miklar umræður milli himins og jarðar fengu börnin að hlaupa um og leika sér í lundinum okkar áður en við gæddum okkur á nesti.



© 2016 - 2024 Karellen