news

Fuglafóðursgerð

13. 02. 2019

Í dag gerðum við fuglamat til að fara með í lundinn okkar svo litlu fuglagreyin verði nú ekki svöng. Allir lögðu sig fram um að skera brauð og epli í agnarsmáa bita því fuglarnir eru jú með svo lítinn gogg. Svo bættum við við fræjum og heltum svo tólg yfir allt saman til að þetta tolli nú saman. Í næstu viku í ævintýraferð er ætlunin að fara með fóðurbitana út í skóg fyrir litlu fleygu vini okkar.

© 2016 - 2020 Karellen